top of page

Verið velkomin á
Boreal Cup Vetrarmótið

Boreal Cup: Vetrarmótið í Fótbolta

 

Boreal Cup er 11 manna vetrarmót í fótbolta, stofnað árið 2017 og sérsniðið að þörfum liða í 5. deild karla. ​

 

Þetta er einfaldasta leiðin til þess að tryggja liðinu fjölda öflugra æfingaleikja og koma því í fullkomið mót fyrir upphaf Lengjubikarsins og deildarkeppninnar.

Liðin sem taka þátt í mótinu 2026 eru (2 pláss í viðbót laus):

Football tournament iceland_ediFootball tournament icelandted.jpg

Upplýsingar um mótið
 

Dagsetningar

  • Mótið fer fram í Janúar–Febrúar og Apríl–Maí 2026
     

Aðgangur og kostnaður

  • Þátttaka er ókeypis
     

Leikskipulag

  • Hópar eru 18 manna og skiptingar eru frjálsar (ótakmarkaðar)

  • Leiktími er 2 x 45 mínútur
     

Mótssnið:

  • Mótið samanstendur af einum riðli með 8 liðum.

  • Hvert lið spilar 7 leiki.

  • Úrslitaleikur: Liðin sem enda í 1. og 2. sæti að lokinni riðlakeppni spila úrslitaleik um sigur í mótinu.
     

Dómarar og heimaleikir

  • Heimalið sér um að útvega heimavöll, aðaldómara (helst KSÍ-dómara) og tvo aðstoðardómara sem mega vera úr röðum klúbbsins.
     

Sigurliðið fer heim með Boreal-bikarinn

Tímasetning leikja 2026
 

  • Hver umferð er bundin við ákveðinn tímaramma.

  • Heimalið ber ábyrgð á því að láta Boreal Cup vita hvenær leikurinn fer fram innan þess ramma.
     

  • 1. umferð: 14. – 18. janúar

  • 2. umferð: 21. – 25. janúar

  • 3. umferð: 28. janúar – 1. febrúar

  • 4. umferð: 4. – 8. febrúar

  • Varadagar: 11. – 15. febrúar
    (Fyrir leiki sem frestast vegna veðurs)


    Lengjubikarinn: ca. 16. febrúar - 31 mars.
    Páskafrí: ca, 1. -7. apríl

    Mjólkurbikar: ca. 8. – 12. apríl

     

  • 5. umferð: 15. – 19. apríl

  • 6. umferð: 22. – 26. apríl

  • 7. umferð: 29. apríl – 3. maí

  • Varadagar: 6. – 10. maí
    (Fyrir leiki sem frestast vegna Mjölkurbikars)

     

  • ÚRSLIT: Maí 2026

Styrktaraðili

Logo Boreal Travel blanco.png
Faroe Tours logo
bottom of page